Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Leiðrétting, ekki afsökun

Í þessari smágrein sem birtist í Daily Star (http://www.dailystar.co.uk/posts/view/138499/Eidur-Gudjohnson/) er ekkert sem mætti túlka sem afsökun.  Þar er aðeins sagt að hann hafi bara sagst vera að segja grófan brandara, og að þeir séu meir en glaðir að koma því á framfæri ("We are happy to set the record straight.")

 Af hverju í ósköpunum þarf að lita allar fréttir þar sem íslendingar koma við sögu?


mbl.is Eiður Smári beðinn afsökunar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Flugeldahagfræði

Renndi í gegnum megnið af bókinni "Íslenska efnahagsundrið : Flugeldahagfræði fyrir byrjendur" eftir Jón F. Thoroddsen, "verðbréfamiðlara".  Mjög grípandi lesning. Ekki mikið fræðirit í sagnfræði, og megnið af staðreyndunum, sem yfirleitt eru endurteknar nokkrum sinnum, eru að mestu vel þekkt flestum sem lesa blöðin. Það sem gerir hana áhugaverða er 'gossipið', eða rómurinn í verðbréfaheiminum. Það sem er mest sjokkerandi er hvað hræðileiki stöðunnar virðist hafa verið vel ljós þeim sem voru inni í málunum.

Af hverju sáum við ekki í gegnum sýndarleikinn? Af hverju kom hrunið okkur svona á óvart? Þetta er það sem ég, eins og sjálfsagt margir aðrir, hef átt erfitt með að kyngja. Ég taldi mig vera vel upplýstann, fylgjast vel með, og yfirleitt skeptískann á alla dulspeki. Ástæðan er eins einföld og hún er hreint ótrúlega sjokkerandi: Það var kerfisbundið logið að okkur, úr mörgum áttum samtímis. 

Það að Sigurður Einarsson, eða Hannes Smárason, eða einhver annar peningamaður, hafi logið, þurfa ekki að vera fréttir, og enginn fær verðlaun fyrir að hafa ekki trúað þeim. Það er mun verra hvað jákórinn var stór.  Sennilega voru nei-raddirnar barðar niður.  Vandamálið var að flestar þær raddir sem við héldum að við gátum treyst voru keyptar, eða voru skræfur, eða voru sofandi; ég veit ekki hvert af þessu er verst.

Héðan í frá ber að minna sig reglulega á að það er ekki hægt að treysta neinum af eftirfarandi aðilum:

- Fjölmiðlum

- Stjórnmálamönnum

- Ríkisstofnunum sem bera ábyrgð á nokkru sem tengist peningum

- Nokkrum manni sem vinnur í fjármálageiranum

Hvernig í ósköpunum er hægt að afsaka að FME gefur út stöðuleikapróf, aðeins sex vikum fyrir hrunið, þar sem fram kemur að bankarnir standi allir mjög traust? Hverra hagsmuna var þetta fólk að gæta?

Hvernig er hægt að endurbyggja traust á þessu landi?

 


Crosstré sem önnur

Þorvaldur Gylfason hefur verið duglegur í blaðaskrifum í gegnum árin að benda á ýmsar misfellur í þjóðfélaginu og veikleika í efnahags- og stjórnmálum. Hingað til hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að lesa greinar hans. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Í Fréttablaðinu í gær (18. júní) tekur hann fyrir fjórar nýútgefnar bækur tengdar hruninu. Hann lýsir skoðunum sínum á þremur þeirra, á misjafnan hátt, en innan marka eðlilegra persónulegra skoðana. Fjórðu bókin segist hann hafa um að segja, enda hafi hann ekki lesið hana. Gott og vel; þá hefði verið best að enda skrifin þar.

Því miður gat hann ekki stillt sig um ad hominem skot á höfundinn, Þorkel Sigurlaugsson, sem hann lýsti sem gjallarhorni útrásarvíkinganna. Þetta þykir mörgum alveg furðuleg staðhæfing, enda er Þorkell mikill sómamaður sem hætti störfum hjá Eimskip þegar Björgólfstríóið tók að hola það að innan.  Þorvaldur hefur engar athugasemdir við sögu hinna höfundanna, svo þessar vafasömu skot eru illskiljanleg. 

Því næst grefur hann sig enn dýpra með því að gera athugasemdir við siðferði rektors HR. Sjaldan hef ég séð verri neðanbeltisspörk utan við hita leiksins í pólitík. Þorvaldi er velkomið að koma fram með rökstudda gagnrýni á hvað sem er sem viðkemur Háskólanum í Reykjavík. En að lauma að dylgjum um siðferði eins þegar dæma á um bók annars, er eitt aumasta sóðabragð sem ég hef séð.

 

 


IMF sem fyrst

Ætli kröfur IMF verði bagalegri en sú fjármálastjórn sem við höfum búið við?

 Fyrsta skrefið í dag, sem öllum hlýtur að vera algerlega ljóst, er að ráða nýjan stjórnanda Seðlabankans. Eðlilegast væri að skipta um kerfi, hafa einn stjóra í staðinn fyrir þrjá, og koma í veg fyrir pólitískar ráðningar. Hver dagur sem þetta dregst getur verið dýr.

Magnús

 


mbl.is Óska eftir 6 milljörðum dala
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nýjan mann í brúnna í Seðlabankann: Lífsspursmál

Í dag er mikilvægt að taka vel á þeim úrlausnarefnum sem liggja á þjóðinni. Til þess þarf að bregðast hratt og hafa til þess hæfustu menn við stjórn.  Málið er ekki að benda á sökudólga heldur að reyna að forða verðmætum.

Málið er að til þess að hafa bestu menn við stjórn er nauðsynlegt að þeir sem eru ekki álíka hæfir séu ekki látnir stjórna. Það er orðið vel ljóst að þær hamfarir sem skollið hafa á landinu eru að hluta til á ábyrgð fyrrum forsætisráðherra sem nú situr sem seðlabankastjóri númer eitt. Eins og segir í Financial Times, þá lýsti ákvörðun hans gagnvart Glitni "politics, technical incompetence and ignorance of markets", og yfirlýsingar hans í Kastljósi leiddu til mikils óstöðuleika. Við þetta bætist að verkefni Seðlabankans er að huga að lausafjárstöðu viðskiptabankanna, og atburðir síðustu vikna bera það með sér að bankinn hefur ekki sinnt því hlutverki.

Í guðanna bænum fólk, gerum það sem við getum til að gera ekki óærið enn verra.  Setjum á fót undirskriftarsöfnun ef viðkomandi aðili sér ekki að sér.

Magnús

 


Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband