Fyrsta verkefni: Skipta út

Eina leiðin til að við öðlumst einhvern trúverðuleika í umheiminum er að skipt sé um í brúnni.

 Stjórnvöld sitja nú yfir versta skipbroti sögunnar. Og varpa ábyrgð á umheiminn, auma vini og harða nágrannaþjóðir.  Enginn, hér á landi, hefur komið fram og viðurkennt neina ábyrgð, hvað þá að bjóðast til að standa upp úr stólnum.

Það virðist sem menn haldi að það sé nóg að breyta örlítið um stefnu og svo komist skútan á rétta leið með tímanum. Og að þjóðin sætti sig við það að hlutirnir haldi áfram eins og þeir hafa alltaf gert.

Ágæt innsend grein í morgun líkti þessu við viðbrögð við skipsstrandi. Þeir sem stýrðu voru bæði drukknir og próflausir. Er vit í því að fá þessum mönnum áfram stjórnvölin, eftir að fleyið kemst á flot?

Geir Haarde dæmdi sig algerlega úr leik með því að neita að gera breytingar á stjórn seðlabankans. Með því að taka þátt í þessum skrípaleik áfram er Samfylkingin er í bráðri hættu.  Þó kosningar sé óheppilegar á þessum tímapunkti, væri utanþingsstjórn gæfulegri kostur en það sem við búum við í dag.

Öllu vakandi fólkið ætti að vera vel ljós óánægjan í þjóðfélaginu. Vel sóttir mótmælafundir hafa hins vegar ekki haft tilætluð áhrif, heldur úthrópuð sem skrílslæti. Í eðlilegu lýðveldi yrðu einhverjar afleiðingar. Manni fallast algerlega hendur, hvað er hægt að gera til að stjórnendur skútunnar sjái að sér? Það stefnir í uppþot og óeirðir. Kannski sorglegar aðgerðir á við málun Valhallar séu nauðsynlegar eftir allt saman.

 


mbl.is Enginn góður kostur í stöðunni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Það versta er að stjórnarandstaðan er próflaus líka, aldrei fengið próf alltaf fallið. Svo það er til lítils að færa því liði völd.

Haukur Gunnarsson, 24.11.2008 kl. 15:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 2
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband