Ábyrgðin á Icesave

Ég fann eftirfarandi pistil á netinu, skráð á nafnið "RagnarA":

 

Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.

Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða  "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.

Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson kemur í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.

Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.

Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.

Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í 1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.

Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.

Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.

Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.

Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband