8.6.2010 | 16:27
Leiðrétting, ekki afsökun
Í þessari smágrein sem birtist í Daily Star (http://www.dailystar.co.uk/posts/view/138499/Eidur-Gudjohnson/) er ekkert sem mætti túlka sem afsökun. Þar er aðeins sagt að hann hafi bara sagst vera að segja grófan brandara, og að þeir séu meir en glaðir að koma því á framfæri ("We are happy to set the record straight.")
Af hverju í ósköpunum þarf að lita allar fréttir þar sem íslendingar koma við sögu?
Eiður Smári beðinn afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
26.6.2009 | 11:36
Inntaka í framhaldsskóla
Snemma í vor var foreldrum 10. bekkinga tilkynnt að ekki yrði um samræmd próf að ræða, en þó yrðu samræmd könnunarpróf að einhverju marki. Síðar um vorið var síðan endað á því að fella einnig út þessi könnunarpróf. Án samræmdra prófa geta framhaldsskólar aðeins metið námsárangur út frá skólaeinkunn. Ljóst er að skólaeinkunnir verða aldrei samræmdar og því þarf að hugsa málið vandlega þegar byggja á inntöku nema út frá slíkum einkunnum. Í mínum huga var ljóst að framhaldsskólarnir myndu nýta sér aðrar upplýsingar, í það minnsta upplýsingar um dreifingu einkunna í hinum mismunandi grunnskólum og nýta sér svo samanburð frá fyrra ári.
Í ljós kemur síðan að aldrei var einu sinni beðið um slíkar upplýsingar. Er þetta með algerum ólíkindum, enda hverjum manni fullljóst að val eftir slíku ósamræmdu einkunnakerfi býður upp á mismunum milli nemenda, styður undir misnotkun skóla á einkunnir, og grefur þannig undan faglegum áherslum í námi og kennslu.
Einnig er valkerfi framhaldsskólana gagnrýnisvert. Í stað þess að krakkarnir geti reynt að komast inn í þá skóla sem þá langar í, krefst þetta kerfis þess að þau hugsi strategískt um hvert þau hafi möguleika og passi upp á að setja þá skóla í 1. og 2. sæti. Ef markmið skólanna væri að fá sem besta nemendur, og markmið nemenda að komast í sem besta skóla, þá er þeim ekki náð í kerfi þar sem fyrsta val gefur betri möguleika en annað hvað þá þriðja eða fjórða val.
Grunnvandamálið er, eins og skólastjórnendur FG bentu mér á, að í samfélaginu togast á hugmyndafræði af tvennum toga: elítismi og jafnaðardreifing. Elítisminn byggir á því að meta fólk að verðleikum, og þeir sem standi sig betur fái aðstæður til að þroskast enn frekar. Hin hugmyndin er að skólinn sé fyrir alla, og því eigi allir að standa jafnt. Það sem ruglar marga í ríminu er að báðar hugmyndirnar byggja á jafnaðarstefnu: allir eigi rétt á sömu möguleikum. Önnur teorían gengur út á að þú hafir sömu möguleika í upphafi, en síðan ráðist ferðin eftir því hvernig þú vinnir úr; hin gengur út á að það sé sama hvernig þú standir þig, þú standir ávallt jafn vel að vígi.
Sjálfsagt túlka menn þessar tvær stefnur á mismunandi hátt. Mín tilfinning eftir áratugi í rannsóknabransanum er að Ísland þarf á fjölda afburðafólks að halda. Elítismi er nauðsynlegur til að hlúa vel að góðu fólki. Á sama tíma er slík stefna einnig líklegt til að draga meðaltalið upp, og þar með bæta almennt menntunarstig, með því að fá alla til að gera meiri væntingar.
Í framhaldsskólakerfinu er verið að reyna að halda í báðar stefnurnar án þess að það sé hugsað til hlítar. '93-árgangurinn geldur fyrir mistökin.
26.6.2009 | 11:03
Ábyrgðin á Icesave
Ég fann eftirfarandi pistil á netinu, skráð á nafnið "RagnarA":
Icesave reikningarnir eru alfarið í boði Sjálfstæðisflokksins.
Hugmyndafræði Davíðs Oddssonar var að það þyrfti ekkert að borga.
Það væri hægt að láta bankana stela peningum af almenningi í Hollandi, Bretlandi og þýskalandi og sleppa við að borga til baka.
Þessvegna lét hann þetta viðgangast.
Yfirmaður fjármála Íslands lét þjófana vinna óáreitta og hundsaði viðvaranir erlendra lögregluyfirvalda.
Þetta er fínt "Business Case" eða "Viðskiptatækifæri"!
Bankarnir stela fullt af peningum, fara síðan á hausinn og allar kröfur fyrnast.
En áður en bankinn fer í gjaldþrot er búið að koma peningunum fyrir á öruggum stað, hjá klíkunni á Íslandi.
Þann 7 okt. 2008 kemur Davíð Oddsson kemur í drottningarviðtal hjá ríkissjónvarpinu og lýsir því yfir að það þurfi ekkert að borga skuldir bankana.
Eftir að hafa hlustað á viðtalið við forhertann "guðfaðir Íslands" gefur ríkisstjórn Bretlands út skipun um að stöðva glæpastarfsemina og lætur frysta eigur Íslendinga í Bretlandi.
Harkaleg viðbrögð Breta eru skiljanleg vegna viðtalsins við yfirmann fjármála Íslands þar sem hann með pókerfés á smettinu segir að ræningjarnir ætli bara að skila 5 % af þýfinu.
Þessi orð Davíðs Oddssonar birtust á fjarritum kauphalla um allan heim og vöktu mikla athygli.
Sjálfstæðisflokkurinn gerði Íslendinga að skrælingjum Evrópu, þjófapakki sem stelur af borgurum nágrannaþjóðanna.
Davíð Oddssyni og Sjálfstæðisflokknum tókst einnig að kollfella alla banka Íslands á nokkrum dögum, gera Seðlabankann gjaldþrota og eyðileggja krónuna sem gjaldmiðil.
Lélegasti og óhæfasti seðlabankastjóri allra tíma samkvæmt samdóma áliti erlendra sérfræðinga var eftir dúk og disk dreginn froðufellandi út úr Seðlabankanum með töngum eins og skemmd tönn. Honum hafði þó áður tekist að hindra og tefja allar raunhæfar aðgerðir til endurreisnar þjóðfélagsins í marga mánuði.
Þýfi þjófaklíku Sjálfstæðisflokksins, Icesave reikningarnir voru komnir í 1400 milljarða ISK þegar starfsemin var stöðvuð.
Af sinni "tæru snilld" hafði Sjálfstæðisflokkurinn og "Guðfaðirinn" komið því þannig fyrir að almenningur á Íslandi var ábyrgur fyrir skuldunum.
Nú er komið að því að skila þýfinu, borga skuldirnar.
Þjóðir hins vestræna heims vilja ekki eiga viðskipti við okkur nema við borgum skuldir okkar.
Það vill enginn eiga viðskipti við þjófa.
Sjálfstæðisflokkurinn fékk 44 þúsund atkvæði í síðustu kosningum.
Það eru þannig 44 þúsund þjófar á Íslandi, þeir sem styðja landráðamennina í Sjálfstæðisflokknum.
Þetta fólk á að sækja til ábyrgðar og láta það borga skuldirnar.
Það á að leggja Sjálfstæðisflokkinn niður og jafna Sjálfstæðishúsið við jörðu.
Á staðnum verði gerður minningarlundur og þar reist minnismerki um "Helför" íslenska efnahagskerfisins.
Það verður að varðveita vitneskjuna um óhæfuverk Sjálfstæðisflokksins til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig.
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 11:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.6.2009 | 09:09
Og hverjir skyldu vera að fella niður flug?
Það kemur ekkert fram í þessari frétt, en er fólk ekki hér enn einn ganginn að finna fyrir muninum á alvöru flugfélögum (Icelandair, SAS) og umbúðafélögum (Iceland Express)?
Fluginu aflýst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
21.6.2009 | 23:28
Flugeldahagfræði
Renndi í gegnum megnið af bókinni "Íslenska efnahagsundrið : Flugeldahagfræði fyrir byrjendur" eftir Jón F. Thoroddsen, "verðbréfamiðlara". Mjög grípandi lesning. Ekki mikið fræðirit í sagnfræði, og megnið af staðreyndunum, sem yfirleitt eru endurteknar nokkrum sinnum, eru að mestu vel þekkt flestum sem lesa blöðin. Það sem gerir hana áhugaverða er 'gossipið', eða rómurinn í verðbréfaheiminum. Það sem er mest sjokkerandi er hvað hræðileiki stöðunnar virðist hafa verið vel ljós þeim sem voru inni í málunum.
Af hverju sáum við ekki í gegnum sýndarleikinn? Af hverju kom hrunið okkur svona á óvart? Þetta er það sem ég, eins og sjálfsagt margir aðrir, hef átt erfitt með að kyngja. Ég taldi mig vera vel upplýstann, fylgjast vel með, og yfirleitt skeptískann á alla dulspeki. Ástæðan er eins einföld og hún er hreint ótrúlega sjokkerandi: Það var kerfisbundið logið að okkur, úr mörgum áttum samtímis.
Það að Sigurður Einarsson, eða Hannes Smárason, eða einhver annar peningamaður, hafi logið, þurfa ekki að vera fréttir, og enginn fær verðlaun fyrir að hafa ekki trúað þeim. Það er mun verra hvað jákórinn var stór. Sennilega voru nei-raddirnar barðar niður. Vandamálið var að flestar þær raddir sem við héldum að við gátum treyst voru keyptar, eða voru skræfur, eða voru sofandi; ég veit ekki hvert af þessu er verst.
Héðan í frá ber að minna sig reglulega á að það er ekki hægt að treysta neinum af eftirfarandi aðilum:
- Fjölmiðlum
- Stjórnmálamönnum
- Ríkisstofnunum sem bera ábyrgð á nokkru sem tengist peningum
- Nokkrum manni sem vinnur í fjármálageiranum
Hvernig í ósköpunum er hægt að afsaka að FME gefur út stöðuleikapróf, aðeins sex vikum fyrir hrunið, þar sem fram kemur að bankarnir standi allir mjög traust? Hverra hagsmuna var þetta fólk að gæta?
Hvernig er hægt að endurbyggja traust á þessu landi?
19.6.2009 | 09:57
Crosstré sem önnur
Þorvaldur Gylfason hefur verið duglegur í blaðaskrifum í gegnum árin að benda á ýmsar misfellur í þjóðfélaginu og veikleika í efnahags- og stjórnmálum. Hingað til hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að lesa greinar hans. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.
Í Fréttablaðinu í gær (18. júní) tekur hann fyrir fjórar nýútgefnar bækur tengdar hruninu. Hann lýsir skoðunum sínum á þremur þeirra, á misjafnan hátt, en innan marka eðlilegra persónulegra skoðana. Fjórðu bókin segist hann hafa um að segja, enda hafi hann ekki lesið hana. Gott og vel; þá hefði verið best að enda skrifin þar.
Því miður gat hann ekki stillt sig um ad hominem skot á höfundinn, Þorkel Sigurlaugsson, sem hann lýsti sem gjallarhorni útrásarvíkinganna. Þetta þykir mörgum alveg furðuleg staðhæfing, enda er Þorkell mikill sómamaður sem hætti störfum hjá Eimskip þegar Björgólfstríóið tók að hola það að innan. Þorvaldur hefur engar athugasemdir við sögu hinna höfundanna, svo þessar vafasömu skot eru illskiljanleg.
Því næst grefur hann sig enn dýpra með því að gera athugasemdir við siðferði rektors HR. Sjaldan hef ég séð verri neðanbeltisspörk utan við hita leiksins í pólitík. Þorvaldi er velkomið að koma fram með rökstudda gagnrýni á hvað sem er sem viðkemur Háskólanum í Reykjavík. En að lauma að dylgjum um siðferði eins þegar dæma á um bók annars, er eitt aumasta sóðabragð sem ég hef séð.
24.11.2008 | 15:07
Valhöll vafrar meðan Reykjavík brennur
Strategía sjálfstæðisflokksins virðist vera að hunsa allar ábendingar og reyna að hikstast einhvern veginn áfram, "business as usual". Við höfum svo mikið að gera, segja þeir, að ekki er tími fyrir neitt lýðræði.
Vandamálið er að almenningur getur ekki treyst sama fólkinu fyrir björgunarstarfinu og þeim sem unnu áður við að smíða kerfið, byggðu loftkastalana, eða áttu að passa upp á öryggi okkar.
Aðalhættan er að þolinmæði hins löghlýðna borgara þrjóti. Mótmælafundir í six vikur samfleytt virðast lítinn árangur bera. Hvernig getur venjulegur Jón komið skilaboðum áleiðis til yfirvaldsins? Flest okkar hryllir við skrílslátum, hvað þá ofbeldi eða lögbrotum. En, eins og ríkisstjórnin vildi meina, þá getur neyðarréttur komið framar skráðum lagabókstaf. Ef forsætisráðherra vill ekki hlusta, mun þá þurfa að bera hann út? Ég hef mestar áhyggjur af því að ítrekað heyrnarleysi yfirvalda mun verða til þess að einhverjir góðborgarar missi stjórn á skapi sínu, og að smákrimmarnir fylgi í kjölfarið með skemmdarverkum og yfirgangi.
Hvað getum við gert án þess að valda uppþotum? Allir á flautunni fyrir framan stjórnarráðið og seðlabankann?
Önnum kafin við björgunarstörf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
24.11.2008 | 10:36
Á ábyrgð okkar Íslendinga allra
Geir Haarde og Davíð Oddson bera ábyrgð á mestu hagstjórnarmistökum lýðveldisins.
Við Íslendingar berum hins vegar allir sameiginlega ábyrgð á því að þessir menn séu enn í sama starfi.
Hvernig getum við látið sem við séum fórnarlömb, ófær um að greiða okkar skuldir, á meðan við leyfum þessu tvíeyki að halda áfram að ráðskast með okkur?
Veikir málstað Íslendinga | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
17.11.2008 | 10:11
Davíð burt
Ef ekki verður umbylt í Seðlabankanum, eru menn að vaða villu og reyk.
Sú stund þegar IMF samkomulag kemst í höfn er réttasti tímapunkturinn til að tilkynna breytingar á bankanum.
DV birtir yfirlýsingu stjórnvalda til IMF | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
14.11.2008 | 11:20
Fyrsta verkefni: Skipta út
Eina leiðin til að við öðlumst einhvern trúverðuleika í umheiminum er að skipt sé um í brúnni.
Stjórnvöld sitja nú yfir versta skipbroti sögunnar. Og varpa ábyrgð á umheiminn, auma vini og harða nágrannaþjóðir. Enginn, hér á landi, hefur komið fram og viðurkennt neina ábyrgð, hvað þá að bjóðast til að standa upp úr stólnum.
Það virðist sem menn haldi að það sé nóg að breyta örlítið um stefnu og svo komist skútan á rétta leið með tímanum. Og að þjóðin sætti sig við það að hlutirnir haldi áfram eins og þeir hafa alltaf gert.
Ágæt innsend grein í morgun líkti þessu við viðbrögð við skipsstrandi. Þeir sem stýrðu voru bæði drukknir og próflausir. Er vit í því að fá þessum mönnum áfram stjórnvölin, eftir að fleyið kemst á flot?
Geir Haarde dæmdi sig algerlega úr leik með því að neita að gera breytingar á stjórn seðlabankans. Með því að taka þátt í þessum skrípaleik áfram er Samfylkingin er í bráðri hættu. Þó kosningar sé óheppilegar á þessum tímapunkti, væri utanþingsstjórn gæfulegri kostur en það sem við búum við í dag.
Öllu vakandi fólkið ætti að vera vel ljós óánægjan í þjóðfélaginu. Vel sóttir mótmælafundir hafa hins vegar ekki haft tilætluð áhrif, heldur úthrópuð sem skrílslæti. Í eðlilegu lýðveldi yrðu einhverjar afleiðingar. Manni fallast algerlega hendur, hvað er hægt að gera til að stjórnendur skútunnar sjái að sér? Það stefnir í uppþot og óeirðir. Kannski sorglegar aðgerðir á við málun Valhallar séu nauðsynlegar eftir allt saman.
Enginn góður kostur í stöðunni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Magnús Már Halldórsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar