Færsluflokkur: Menntun og skóli

Inntaka í framhaldsskóla

Snemma í vor var foreldrum 10. bekkinga tilkynnt að ekki yrði um samræmd próf að ræða, en þó yrðu samræmd könnunarpróf að einhverju marki. Síðar um vorið var síðan endað á því að fella einnig út þessi könnunarpróf.  Án samræmdra prófa geta framhaldsskólar aðeins metið námsárangur út frá skólaeinkunn. Ljóst er að skólaeinkunnir verða aldrei samræmdar og því þarf að hugsa málið vandlega þegar byggja á inntöku nema út frá slíkum einkunnum. Í mínum huga var ljóst að framhaldsskólarnir myndu nýta sér aðrar upplýsingar, í það minnsta upplýsingar um dreifingu einkunna í hinum mismunandi grunnskólum og nýta sér svo samanburð frá fyrra ári.

Í ljós kemur síðan að aldrei var einu sinni beðið um slíkar upplýsingar. Er þetta með algerum ólíkindum, enda hverjum manni fullljóst að val eftir slíku ósamræmdu einkunnakerfi býður upp á mismunum milli nemenda, styður undir misnotkun skóla á einkunnir, og grefur þannig undan faglegum áherslum í námi og kennslu. 

Einnig er valkerfi framhaldsskólana gagnrýnisvert.  Í stað þess að krakkarnir geti reynt að komast inn í þá skóla sem þá langar í, krefst þetta kerfis þess að þau hugsi strategískt um hvert þau hafi möguleika og passi upp á að setja þá skóla í 1. og 2. sæti. Ef markmið skólanna væri að fá sem besta nemendur, og markmið nemenda að komast í sem besta skóla, þá er þeim ekki náð í kerfi þar sem fyrsta val gefur betri möguleika en annað hvað þá þriðja eða fjórða val.

Grunnvandamálið er, eins og skólastjórnendur FG bentu mér á, að í samfélaginu togast á hugmyndafræði af tvennum toga: elítismi og jafnaðardreifing.  Elítisminn byggir á því að meta fólk að verðleikum, og þeir sem standi sig betur fái aðstæður til að þroskast enn frekar. Hin hugmyndin er að skólinn sé fyrir alla, og því eigi allir að standa jafnt.  Það sem ruglar marga í ríminu er að báðar hugmyndirnar byggja á jafnaðarstefnu: allir eigi rétt á sömu möguleikum.  Önnur teorían gengur út á að þú hafir sömu möguleika í upphafi, en síðan ráðist ferðin eftir því hvernig þú vinnir úr; hin gengur út á að það sé sama hvernig þú standir þig, þú standir ávallt jafn vel að vígi. 

Sjálfsagt túlka menn þessar tvær stefnur á mismunandi hátt. Mín tilfinning eftir áratugi í rannsóknabransanum er að Ísland þarf á fjölda afburðafólks að halda. Elítismi er nauðsynlegur til að hlúa vel að góðu fólki. Á sama tíma er slík stefna einnig líklegt til að draga meðaltalið upp, og þar með bæta almennt menntunarstig, með því að fá alla til að gera meiri væntingar.

Í framhaldsskólakerfinu er verið að reyna að halda í báðar stefnurnar án þess að það sé hugsað til hlítar. '93-árgangurinn geldur fyrir mistökin.

 

 


Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband