Nýjan mann í brúnna í Seðlabankann: Lífsspursmál

Í dag er mikilvægt að taka vel á þeim úrlausnarefnum sem liggja á þjóðinni. Til þess þarf að bregðast hratt og hafa til þess hæfustu menn við stjórn.  Málið er ekki að benda á sökudólga heldur að reyna að forða verðmætum.

Málið er að til þess að hafa bestu menn við stjórn er nauðsynlegt að þeir sem eru ekki álíka hæfir séu ekki látnir stjórna. Það er orðið vel ljóst að þær hamfarir sem skollið hafa á landinu eru að hluta til á ábyrgð fyrrum forsætisráðherra sem nú situr sem seðlabankastjóri númer eitt. Eins og segir í Financial Times, þá lýsti ákvörðun hans gagnvart Glitni "politics, technical incompetence and ignorance of markets", og yfirlýsingar hans í Kastljósi leiddu til mikils óstöðuleika. Við þetta bætist að verkefni Seðlabankans er að huga að lausafjárstöðu viðskiptabankanna, og atburðir síðustu vikna bera það með sér að bankinn hefur ekki sinnt því hlutverki.

Í guðanna bænum fólk, gerum það sem við getum til að gera ekki óærið enn verra.  Setjum á fót undirskriftarsöfnun ef viðkomandi aðili sér ekki að sér.

Magnús

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband