Á ábyrgð okkar Íslendinga allra

Geir Haarde og Davíð Oddson bera ábyrgð á mestu hagstjórnarmistökum lýðveldisins.

Við Íslendingar berum hins vegar allir sameiginlega ábyrgð á því að þessir menn séu enn í sama starfi. 

Hvernig getum við látið sem við séum fórnarlömb, ófær um að greiða okkar skuldir, á meðan við leyfum þessu tvíeyki að halda áfram að ráðskast með okkur?

 


mbl.is Veikir málstað Íslendinga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Skarfurinn

Mjög góð spurning hjá þér, en hvað  getur maður gert meira  en mæta á útifundina og öskra sig hásan ? það má segja að það sé ekki alvöru lýðræði hér úr því stjórnvöld ætla að hundsa algjörlega það sem meirihlutinn vill.

Skarfurinn, 24.11.2008 kl. 10:42

2 Smámynd: Sigurður Hrellir

Sæll gamli vinur,

Ég segi nú bara eins og Skarfurinn, áttu einhver nothæf ráð í pokahorninu? Sjálfur hef ég mætt á mótmælafundi 4 helgar í röð, borgarafundi 3 sinnum og reynt að hafa áhrif á fólk í kring um mig. Þetta er eins og að berja hausnum við stein, engin merki eru um að neinn ætli að taka ábyrgð á stjórnunarmistökum sínum. Þetta endar með uppþotum og BB fær að siga sérsveit lögreglunnar á andstæðinga sína eins og hann sjáfsagt á vota drauma um.

Sigurður Hrellir, 24.11.2008 kl. 11:10

3 Smámynd: Magnús Már Halldórsson

Já, hvað er hægt að gera?  Ég var einmitt að bæta við færslu þar sem ég hafði sömu áhyggjur og Hrellirinn [sömuleiðis, long-time-no-see!] af hættunni á uppþotum.

Í fyrsta lagi, myndi ég halda að kröfugöngur hefðu meiri áhrif en þessir ítrekuðu mótmælafundir. Fólk þarf að fá að vera meira virkt. Hvar eru allar trommurnar og lúðrarnir í boltaáhorfinu?

Í öðru lagi virðist flestum ljóst að fyrsta mál á dagskrá er að skipta um seðlabankastjóra. Hugsanlega með því að leggja embætti niður, eða jafnvel leggja niður stofnunina, en hvernig sem það gerist, þá er áríðandi atriði nr. 1 að senda Davíð Oddson á eftirlaun. Fyrst Geir Haarde þverskallast við, þá hefur hann skrifað sig frá frekari ábyrgðarhlutverki í íslenskum stjórnmálum. Hvernig væri að hefja undirskriftarherferð?

Í þriðja lagi þarf að athuga hvort þörf séu á samtökum almennra borgara sem óháð séu núverandi stjórnmálaflokkum. Við erum of dreifð og vanmáttug röflandi úti í horni. Getum við nýtt okkur tæknina betur?

Magnús Már Halldórsson, 24.11.2008 kl. 15:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband