Valhöll vafrar meðan Reykjavík brennur

Strategía sjálfstæðisflokksins virðist vera að hunsa allar ábendingar og reyna að hikstast einhvern veginn áfram, "business as usual".  Við höfum svo mikið að gera, segja þeir, að ekki er tími fyrir neitt lýðræði. 

Vandamálið er að almenningur getur ekki treyst sama fólkinu fyrir björgunarstarfinu og þeim sem unnu áður við að smíða kerfið, byggðu loftkastalana, eða áttu að passa upp á öryggi okkar. 

Aðalhættan er að þolinmæði hins löghlýðna borgara þrjóti. Mótmælafundir í six vikur samfleytt virðast lítinn árangur bera. Hvernig getur venjulegur Jón komið skilaboðum áleiðis til yfirvaldsins? Flest okkar hryllir við skrílslátum, hvað þá ofbeldi eða lögbrotum. En, eins og ríkisstjórnin vildi meina, þá getur neyðarréttur komið framar skráðum lagabókstaf. Ef forsætisráðherra vill ekki hlusta, mun þá þurfa að bera hann út?  Ég hef mestar áhyggjur af því að ítrekað heyrnarleysi yfirvalda mun verða til þess að einhverjir góðborgarar missi stjórn á skapi sínu, og að smákrimmarnir fylgi í kjölfarið með skemmdarverkum og yfirgangi.

Hvað getum við gert án þess að valda uppþotum? Allir á flautunni fyrir framan stjórnarráðið og seðlabankann? 


mbl.is Önnum kafin við björgunarstörf
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband