Crosstré sem önnur

Þorvaldur Gylfason hefur verið duglegur í blaðaskrifum í gegnum árin að benda á ýmsar misfellur í þjóðfélaginu og veikleika í efnahags- og stjórnmálum. Hingað til hefur verið áhugavert og lærdómsríkt að lesa greinar hans. En svo bregðast krosstré sem önnur tré.

Í Fréttablaðinu í gær (18. júní) tekur hann fyrir fjórar nýútgefnar bækur tengdar hruninu. Hann lýsir skoðunum sínum á þremur þeirra, á misjafnan hátt, en innan marka eðlilegra persónulegra skoðana. Fjórðu bókin segist hann hafa um að segja, enda hafi hann ekki lesið hana. Gott og vel; þá hefði verið best að enda skrifin þar.

Því miður gat hann ekki stillt sig um ad hominem skot á höfundinn, Þorkel Sigurlaugsson, sem hann lýsti sem gjallarhorni útrásarvíkinganna. Þetta þykir mörgum alveg furðuleg staðhæfing, enda er Þorkell mikill sómamaður sem hætti störfum hjá Eimskip þegar Björgólfstríóið tók að hola það að innan.  Þorvaldur hefur engar athugasemdir við sögu hinna höfundanna, svo þessar vafasömu skot eru illskiljanleg. 

Því næst grefur hann sig enn dýpra með því að gera athugasemdir við siðferði rektors HR. Sjaldan hef ég séð verri neðanbeltisspörk utan við hita leiksins í pólitík. Þorvaldi er velkomið að koma fram með rökstudda gagnrýni á hvað sem er sem viðkemur Háskólanum í Reykjavík. En að lauma að dylgjum um siðferði eins þegar dæma á um bók annars, er eitt aumasta sóðabragð sem ég hef séð.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Magnús Már Halldórsson

Höfundur

Magnús Már Halldórsson
Magnús Már Halldórsson

Tölvunar- & stærðfræðingur

Áhugamaður um hjólreiðar, jóga, bridds, Japan, tónlist, og mál líðandi stundar.

 

 

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband