21.6.2009 | 23:28
Flugeldahagfræði
Renndi í gegnum megnið af bókinni "Íslenska efnahagsundrið : Flugeldahagfræði fyrir byrjendur" eftir Jón F. Thoroddsen, "verðbréfamiðlara". Mjög grípandi lesning. Ekki mikið fræðirit í sagnfræði, og megnið af staðreyndunum, sem yfirleitt eru endurteknar nokkrum sinnum, eru að mestu vel þekkt flestum sem lesa blöðin. Það sem gerir hana áhugaverða er 'gossipið', eða rómurinn í verðbréfaheiminum. Það sem er mest sjokkerandi er hvað hræðileiki stöðunnar virðist hafa verið vel ljós þeim sem voru inni í málunum.
Af hverju sáum við ekki í gegnum sýndarleikinn? Af hverju kom hrunið okkur svona á óvart? Þetta er það sem ég, eins og sjálfsagt margir aðrir, hef átt erfitt með að kyngja. Ég taldi mig vera vel upplýstann, fylgjast vel með, og yfirleitt skeptískann á alla dulspeki. Ástæðan er eins einföld og hún er hreint ótrúlega sjokkerandi: Það var kerfisbundið logið að okkur, úr mörgum áttum samtímis.
Það að Sigurður Einarsson, eða Hannes Smárason, eða einhver annar peningamaður, hafi logið, þurfa ekki að vera fréttir, og enginn fær verðlaun fyrir að hafa ekki trúað þeim. Það er mun verra hvað jákórinn var stór. Sennilega voru nei-raddirnar barðar niður. Vandamálið var að flestar þær raddir sem við héldum að við gátum treyst voru keyptar, eða voru skræfur, eða voru sofandi; ég veit ekki hvert af þessu er verst.
Héðan í frá ber að minna sig reglulega á að það er ekki hægt að treysta neinum af eftirfarandi aðilum:
- Fjölmiðlum
- Stjórnmálamönnum
- Ríkisstofnunum sem bera ábyrgð á nokkru sem tengist peningum
- Nokkrum manni sem vinnur í fjármálageiranum
Hvernig í ósköpunum er hægt að afsaka að FME gefur út stöðuleikapróf, aðeins sex vikum fyrir hrunið, þar sem fram kemur að bankarnir standi allir mjög traust? Hverra hagsmuna var þetta fólk að gæta?
Hvernig er hægt að endurbyggja traust á þessu landi?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Um bloggið
Magnús Már Halldórsson
Færsluflokkar
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll Magnús
Ég ætlaði að fara að sofa en festi ekki svefn og ákvað að ganga inn í stofu og velta nákvæmlega þessum hlutum fyrir mér, sem þú telur upp. Ég er að lesa hrunið.
Það er einkennilegt, en ég komst að mjög svipaðri niðurstöðu og þú eftir 15-20 mínútur - rétt áðan. Ákvað að fara á bloggið og sá ekkert skemmtilegt, en rakst síðan á Flugeldahagfræði þína. Góð analýsa, enda gerð af stærðfræðingi! Mest þykir mér til um þessa frábæru upptalningu:
Fjölmiðlum
Stjórnmálamönnum
Ríkisstofnunum sem bera ábyrgð á nokkru sem tengist peningum
Nokkrum manni sem vinnur í fjármálageiranum
Guðbjörn Guðbjörnsson, 22.6.2009 kl. 00:26
Þú eiginlega mátt bæta við ... að það er meira vit í að treysta sölumönnum notaðra bíla (bílasala) ... frekar en stjórnmálapakki.
Og... hvernig veistu að stjórnmálapakk er að segja ósatt? Jú, munnurinn hreyfist og það koma hljóð frá pakkinu.
Einar Indriðason, 22.6.2009 kl. 12:03
Takk fyrir þessa athugasemd, Guðbjörn.
Magnús Már Halldórsson, 26.6.2009 kl. 11:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.